Selena Gomez skiptir um símanúmer vegna Justin Bieber

Eftir að upp úr sauð hjá þeim skötuhjúunum Selena Gomez (24)  og Justin Bieber (22) fyrir skemmstu hefur Selena klippt á öll samskipti við Justin.

 

Rifrildið hófst vegna myndar sem Justin Bieber birti af núverandi kærustu sinni, Sofia Richie og hófust orðaskipti fyrir neðan myndina.

Sjá einnig: Selena Gomez komin í meðferð

Nú hefur Selena skipt um símanúmer og hefur gefið það út að hún vill ekki að Justin fái að vita nýja númerið, samkvæmt Us Weekly. Hún hefur sagt öllum að gefa Justin EKKI númerið.

Heimildarmaður blaðsins sagði: „Selena hefur verið brothætt tilfinningalega og Justin á stóran part í því. Hún hefur lokað á hann tvisvar eða þrisvar áður.“

 

 

SHARE