Selena Gomez verður í meðferð í nokkra mánuði

Það lítur út fyrir að Selena Gomez (24) sé ekki á leið heim í bráð en hún dvelur nú á meðferðarstöð í Tennessee. Hún sást þann 8. október með aðdáendum sínum í Texas og þar leit hún út fyrir að vera hamingjusöm og sátt, en samkvæmt heimildarmönnum InTouch Weekly á hún langt í land með að ná bata.

„Hún verður þarna í nokkra mánuði, en það er nákvæmlega það sem Selena þarf,“ segir heimildarmaðurinn.

Selena hefur látið lítið fyrir sér fara síðan hún fór í meðferðina, ef frá er talin heimsókn hennar á veitingastað í Tennessee. Þá leit hún vel út og stillti sér upp á myndum með aðdáendum sínum.

selena-3

Hún er ekki virk á samfélagsmiðlum lengur og hefur víst verið að halda dagbók meðan á dvöl hennar stendur í meðferðinni. Hún ætlar sér svo að nota dagbókina til að semja tónlist þegar hún fer í að gera sína næstu plötu.

 

 

SHARE