Selena liggur andvaka uppi í rúmi með gloss

Selena Gomez (22) birti þetta myndband af sér á Instagram um helgina en stúlkan virðist hafa verið andvaka. Hún segir í myndbandinu, seiðandi röddu: „Mig langar svo að sofna…..“ og hvíslar svo: „En ég get það ekki!“

 

 

Sjá einnig: Selena Gomez er ánægð með heilbrigða kroppinn sinn

Slúðurblöðin ytra velta því fyrir sér hvort hún hafi verið andvaka vegna þess að fyrrum vinkonur hennar, Kendall Jenner og Hailey Baldwin eru farnar hanga óvenju mikið með fyrrum kærasta Selena, Justin Bieber. Þær voru þetta sama kvöld að horfa á Justin koma fram á Wango Tango þar sem hann tók lögin Beauty & a Beat og Boyfriend.

Hér má sjá kappann koma fram:

https://www.youtube.com/watch?v=XJilKGCwClY&ps=docs

Selena lítur nú ansi vel út miðað við konu sem er að fara að sofa. Ætli hún sofi alltaf með farðann á sér? Það er ekki gott fyrir húðina…..

SHARE