SELFISH: Sjálfsmyndabók Kim selst upp í forsölu á litlum SEXTÍU sexúndum

Bókin sem allir (Kim) Kardashian aðdáendur hafa beðið með óþreyju er á barmi útgáfu og kemur formlega út þann 5 maí, en 500 eintök – gefin út í forsölu fyrr í vikunni seldust upp á sextíu sekúndum sléttum. Heimsmiðlarnir loga og keppast hver við annan að birta gagnrýni um meistaraverkið. Kim nokkur Kardashian – með margumrædda sjálfubók – slær enn og aftur öll met með opinskáum myndatökum. Af sjálfri sér. Hvað annað? Kannski konan hafi fundið upp sjálfustöngina í ofanálag? Sem er smellt framan á farsímann til að taka sjálfsmynd úr fjarlægð …

Sjá einnig: Kim Kardashian viðrar brjóstin ófeimin á Twitter

kim3

Þessa sjálfsmynd er að finna í bókinni SELFISH sem kemur formlega út þann 5 maí 

Kim, sem trónir í öðru sæti yfir þá notendur sem hafa flesta fylgjendur á Instagram (í fyrsta sæti situr að sjálfsögðu Beyoncé með 30.2 milljónir fylgjenda) – státar af ríflega þrjátíu milljónum fylgjenda á Instagram og því varla nema von að stúlkan hafi ákveðið að ríða á vaðið, hamra járnið meðan það er heitt og smella í eins og litla bók, sem hún tileinkar eiginmanni sínum, tónlistartröllinu Kanye West.

Sjá einnig: Kim AFTUR KVIKNAKIN – nær óþekkjanleg í LOVE Magazine

kim2

Sjálfsmyndabókin er djörf og sýnir Kim fáklædda fyrir framan linsuna

CR Fashion Book birti í gær, vel valin skot úr bókinni – áður óséðar sjálfumyndir af Kim ásamt öðrum ljósmyndum sem þegar hafa komið fyrir augu almennings. Ljósmyndabókin kemur út í harðspjaldaútgáfu, en allar ljósmyndirnar voru teknar af Kim sjálfri á iPhone símann sem hún skilur aldrei við sig.

Sjá einnig: Kanye West tryllist við einkaþjálfara Kim Kardashian – Vill að hann hjálpi Kim að léttast

Kim svíkur ekki aðdáendur sína í þetta skiptið fremur en fyrr og hér má sjá allt frá krúttlegum gæludýraskotum til dónalegra sjálfsmynda sem í upphafi voru sennilega einungis ætlaðar eiginmanninum:

kim6

kim5

kim4

kim1

SHARE