Selja kjóla sem þeir fullyrða að grenni konur á nokkrum sekúndum

Marks and Spencer er núna að selja kjóla sem verslunin fullyrðir að grenni konur á nokkrum sekúndum

Verslunin Marks & Spencer segist vera komin með svarið við aukakílóunum og segir að kjólarnir grenni konur. Það eru eflaust einhverjir sem gleypa við þessari nýju herferð en kjólarnir eru svokallaðir aðhaldskjólar.

Kjólarnir sem nú hafa verið settir á markaðinn eru allir fóðraðir með aðhalds“fóðri“ sem er eins konar lífstykki sem heldur utan um hugsanleg aukakíló. „Þú færð flott mitti og ávalar mjaðmir“, segir í auglýsingu frá versluninni.

“Sniðið blekkir augað og lífstykkið gerir kraftaverk! Þú ert bara orðin grönn á einu augabragði!” Segja aðstandendur auglýsingaherferðarinnar.

 

Fleiri verslanir bjóða nú kjóla af þessu tagi og konur virðast kaupa þessa vöru.

Þessi kjóll er úr teygjuefni auk þess sem hann er með lífstykki og fellur mjög vel að líkamanum.  Lífstykki er auðvitað grennandi.

Gok Wan, sem líka hefur sett svona kjóla á markaðinn lofaði sjálfum sér að hjálpa konum til að vera ánægðar með sig. Þessi kjóll frá honum kostar  kr. 71.000.

 

SHARE