Sesamnúðlur, ódýrt og gott – Uppskrift

Sesamnúðlur
Fyrir 3-4
Innihald

250 g hrísgrjónanúðlur (úr brúnum hrísgrjónum) eða aðrar núðlutegundir
3 msk sesamolía
1 hvítlauksrif, marið eða saxað smátt
2 msk mjúkt hnetusmjör (annað hvort heimatilbúið eða lífrænt framleitt og að sjálfsögðu sykurlaust)
1 lítill rauður eða grænn chili pipar, fræhreinsaður og saxaður mjög smátt
2 msk ristuð sesamfræ, þurristuð í stutta stund á pönnu
5 msk tamarisósa
1 msk límónusafi
Smá klípa svartur pipar
4 msk fersk corianderlauf, söxuð smátt (má sleppa)

Aðferð

Afhýðið hvítlaukinn og merjið eða saxið smátt.
Skerið chili piparinn langsum, skafið fræin úr og saxið hann smátt.
Blandið saman í skál; sesamolíu, hvítlauk og hnetusmjöri. Hrærið vel.
Hitið pönnu (án olíu) og þurrristið sesamfræin í 10-20 sekúndur á háum hita. Kælið aðeins.
Bætið saxaða chili piparnum, sesamfræjunum og tamarisósunni út í skálina.
Bætið nú límónusafanum út í og hrærið vel. Smakkið til með pipar. Ef ykkur finnst sósan of þykk, setjið þá 1-2 msk af volgu vatni út í og hrærið vel.
Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka rétt áður en bera á matinn fram.
Látið renna af núðlunum og setjið í skál.
Hellið sósunni strax út í, blandið vel saman og dreifið söxuðum corianderlaufunum yfir.
Berið fram heitt.

Gott að hafa í huga

Það er einnig gott að nota svolitla slettu af tabasco sósu í staðinn fyrir chili piparinn.
Ef þið geymið réttinn í kæli, stífnar hann aðeins. Til að mýkja hann upp, setjið þá í pott og hitið varlega í nokkrar mínútur.
Nota má aðrar núðlur í réttinn, t.d. soba núðlur (úr bókhveiti), speltnúðlur eða udon núðlur (innihalda hveiti).

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here