Sex stórar áramótabrennur í höfuðborginni í kvöld

Þá er árið að renna í aldanna skaut eins og skáldið sagði og ný tala rennur upp á miðnætti. Árið 2014 var viðburðaríkt og lifandi á vefmiðlinum HÛN og vill ritstjórn þakka lesendum hjartanlega fyrir skemmtilega og áhugaverða samfylgd gegnum árið sem rennur sitt skeið á miðnætti.

Glæstar áramótabrennur verða víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld að venju, en á vef Reykjavíkurborgar má finna þennan handhæga lista þar sem útlistaðar eru helstu brennur í kvöld:

1) Við Ægisíðu, stór brenna.

2) Skerjafjörður gegnt Skildinganesi 48 – 52,  lítil brenna.

3) Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna.

4) Vestan Laugarásvegar móts við Valbjarnarvöll,  lítil brenna.

5) Geirsnef, stór brenna.

6) Við Suðurfell, lítil brenna.

7) Fylkisbrennan við Rauðavatn, stór brenna.

8) Gufunes við gömlu öskuhaugana, stór brenna.

9) Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna.

Stærð brennanna ræðst af mati Eldvarnareftirlitsins á aðstæðum á hverjum stað. Brennurnar eru á sömu stöðum og í fyrra og rétt eins og þá eru stóru brennurnar fjórar og þær minni sex talsins. Eldur er borinn að köstunum kl. 20:30 á gamlárskvöld á öllum stöðum í kvöld, en engin formleg dagskrá er á borgarbrennunum. Fólk er hvatt til að rifja upp álfasöngvana og mæta með góða skapið.

Enga skotelda má hafa með á brennurnar. Fólk er hvatt til að skjóta ekki upp flugeldum við brennurnar.

Gleðilegt ár, kæru lesendur og hjartans þakkir fyrir skemmtilega samfylgd á árinu 2014!

Ljósmynd: Reykjavik.is

SHARE