BRAVÓ: Sex stórglæsilegar afrekskonur með sláandi sterk skilaboð í undirfataauglýsingu

Vaxandi þrýstingur vegna óánægju kvenna yfir tvíræðum skilaboðum sem undirfataframleiðendur útvarpa í sífellu í formi eggjandi auglýsinga þar sem fáklæddar konur sem hafa orðið fyrir barðinu á myndvinnsluforritum er farinn að bera sýnilegan árangur.

Þannig fékk Panache, sem er breskur undirfataframleiðandi sex konur sem hver er leiðandi á sínu sviði til að sitja fyrir og kynna nýjustu línu fyrirtækisins – en þar má meðal annars sjá fyrirsætuna og frumkvöðulinn Marquita Pring og íþróttakonuna Hanna Cockroft í blúnduundirfötum þar sem þær ræða velgengni sína og senda umheiminum sterk skilaboð.

Marquita Pring er einnig stofnandi ALDA, sem eru samtök sem sérhæfa sig í að styðja við jákvæða sjálfsmynd kvenna og hvetja konur til að elska og umfaðma eigið vaxtarlag.

Það að leggja örlítið meiri áherslu á sjálfsást getur breytt öllu.

– Marquita Pring

enhanced-31107-1431722125-12

Amy Hughes er íþróttaráðunautur sem hefur sett nokkur heimsmet, meðal annars með því að hlaupa 53 maraþonhlaup, en hún hljóp 17 full Texas maraþonhlaup og 53 maraþonhlaup í 53 borgum á 53 dögum.

Mér finnst mikilvægt að ungt fólk, sérstaklega ungar stúlkur, geri sér grein fyrir því að það er smart og skemmtilegt að vera vel á sig kominn líkamlega. Ef þú vilt hafa áhrif á heiminn þarftu stundum að gera eitthvað sem er alveg klikkað.

– Amy Hughes

enhanced-29330-1431722086-8

Hanna Cockroft er núverandi heimsmethafi í 100 metra, 200 metra, 400 metra og 800 metra hjólastólakapphlaupi. Hún varð fyrir skaða á fótleggjum og fótum þegar hún var barn að aldri, en hún lét fötlun sína ekki standa í vegi fyrir sér og sló þannig sjö heimsmet á átta dögum.

Gríptu hvert tækifæri sem þér er gefið. Ekki vera hrædd – farðu bara af stað, gríptu tækifærið og njóttu þess í botn!

– Hanna Cockroft

enhanced-1247-1431722066-6

Þegar Martyna Kaczmarek gerði sér grein fyrir því hversu lágt hlutfall pólsku þjóðarinnar gaf blóð í velgjörðarskyni, hratt hún af stað herferðinni DAGUR LÍFSINS, sem hvetur almenning til að gefa blóð, líffæri og beinmerg í Póllandi.

Lífið er alltof stutt til að velta sér upp úr því hvað aðrir segja. Þú verður bara að fylgja þinni eigin ástríðu – það er mikilvægast alls í lífinu.

– Martyna Kaczmarek

enhanced-27787-1431722049-22

Mica Paris er þekkt söngkona og leikkona, sem hefur verið ötul talskona NEI ÞÝÐIR NEI hreyfingarinnar sem styður við femínisma og vekur athygli á kynbundnu ofbeldi gegn konum.

Sterkar fyrirmyndir eru þær manneskjur sem velta því ekkert fyrir sér hvort þær séu fyrirmyndir eða ekki. Þeir einstaklingar sem eru öðrum til eftirbreytni og eru sterkar fyrirmyndir í lífi annarra eru þeir sem fylgja ástríðu sinni og ná aðdáunarverðum árangri fyrir vikið.

– Mica Paris

enhanced-5220-1431722028-14

 

Rachel Elliott er hjúkrunarfræðingur sem bauð sig fram til þess að fara til Sierra Leone meðan á ebólufaraldrinum stóð til að leggja fram hjálparhönd.

Sterk fyrirmynd er sá sem fylgir ástríðu sinni og er reiðubúinn að leggja sig allan fram svo markmiðinu megi ná.

– Rachel Elliott

enhanced-29407-1431722115-9

Sögu allra þeirra kvenna sem hér má sjá að ofan er hægt að skoða á vefsíðu Panache en hér fer frásögn Marqitu Ping með eigin orðum:

Sjá einnig: You Are Beautiful: Vefsíða mót myndvinnslu og útlitsdýrkun kvenna

SHARE