Shakira talar um að koma sér aftur í form eftir barneignir – Birtir myndir af sléttum maga sínum

Shakira eignaðist gullfallegan son þann 22 janúar. Söngkonan fagra frá Kólumbíu birtist í tímaritinu “Self magazine” Og þar má sjá nýjar myndir af söngkonunni sem þekkt hefur verið fyrir dans og sönghæfileika sína.

Shakira segist hafa dansað Zumba alla meðgönguna og hún segir að það hafi hjálpað henni að þyngjast ekki of mikið á meðgöngunni.

Hún segir: “Ég velti mér ekki of mikið upp úr göllum mínum. Ég lít á líkamann minn sem eina heild. Ég held líka að menn kunni frekar að meta sjálfsöryggi en fullkomnun.”


Shakira er hjá einkaþjálfara sem býr til æfingarprógramm fyrir hana. Hún borðar átta léttar og trefjaríkar máltíðir á hverjum degi sem eru um 200-250 kaloríur. Hún segir: “Tvær mínútur af magaæfingum dag hvern er ekki nóg.”

Shakira talaði um það í viðtalinu að hún væri tilbúin að fara að vinna að nýrri plötu sem mun koma út í haust. Hún hefur þó mestan áhuga á að eyða tíma með barninu sínu.

Söngkonan hafði áður talað um það að henni fyndist pressan á konur í dag of mikil þegar kemur að því að léttast eftir barnsburð. Hún sagði: “Ég held að mæður og ömmur okkar hafi ekki verið undir jafn mikilli pressu og konur eru í dag eftir barneignir.”

“Pabbi minn segir að það sé ekkert fallegra en þegar kona hefur smá kjöt á beinunum. Hann vill hafa mömmu örlítið þybbna. Hún fann aldrei fyrir þrýstingi frá fólkinu í kringum hana að komast í fyrri þyngd eftir barneignir – Og hún gerði það heldur aldrei.”

 

 

SHARE