Shannen Doherty (44) mætti á sinn fyrsta opinbera viðburð frá því hún tilkynnti heiminum fyrir nokkrum mánuðum að hún væri að berjast við brjóstakrabbamein. Hún hefur þurft að gangast undir geislameðferð og legnám, en er nú á batavegi.

Sjá einnig: Baráttan við brjóstakrabbamein fest á filmu – myndir.

Shannen klæddist svörtum Vera Vang kjól á rauða reglinum á Baby2Baby Gala, sem haldið var í Los Angeles. Beverly Hills 90210 leikkonan brosti, þrátt fyrir að bera með sér veikindi síðustu mánaða.

Viðburðurinn var stjörnum prýddur og var haldinn til stuðnings barna sem koma frá fjölskyldum sem hafa litla sem enga innkomu. Leikkonan var afar þakklát fyrir að geta tekið þátt í viðburðinum þetta kvöld og þakkar öllum stuðninginn sem hún hefur fengið í veikindum sínum.

Sjá einnig: Móðir greind með brjóstakrabbamein á meðgöngu

2E74A46C00000578-0-image-m-6_1447632126799

2E759C9400000578-0-image-m-3_1447631657429

Shannen þótti bera með sér veikindin en hún er bjartsýn á framhaldið og var þakklát fyrir að geta tekið þátt í viðburðinum.

Sjá einnig: Að styðja við ástvin með brjóstakrabbamein – Stöndum saman

2E7566A900000578-0-image-m-4_1447631877330

 

2E7B482400000578-3319859-image-m-16_1447633927783

 

2E7B481C00000578-3319859-image-m-17_1447634009520

SHARE