Sharon og Ozzy ekki að skilja í alvöru

Skilnaður rokkarans Ozzy Osbourne og eiginkonu hans til rúmlega 30 ára Sharon Osbourne hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið. Nú hefur Steven Machat, fyrrum umboðsmaður Ozzy, stigið fram og vill meina að þessi skilnaður sé ekki alvöru skilnaður. Hann vill meina að hjónakornin séu einfaldlega að vekja á sér athygli vegna komandi tónleikaferðar Ozzy, Black Sabbath tour.

 

Í viðtali við slúðurmiðilinn RadarOnline segir Steven: „Ég myndi þora að veðja peningum á það að þetta er fjölmiðlabragð. Sharon myndi ekki hika við að beita svona brögðum til að vekja athygli á þeim.“

SHARE