Sharon Stone fagnar 65 ára afmæli sínu

Sharon Stone er heldur betur að skemmta sér vel núna en hún var að fagna 65 ára afmæli sínu. Hún deildi nokkrum fyndnum myndum í tilefni dagsins á Instagram, þar sem hún var að slaka á, á stóra deginum sínum.

Á myndunum er Sharon í svörtum og hvítum náttfötum með stór lesgleraugu og fullt af rauðum blöðrum. Það sem vakti samt mestu athyglina voru risastórar rauðar varirnar á henni. Hún skrifaði við myndirnar: „Ég lét verða af þessu. Loksins. Fyrir afmælið mitt. Ég fór í „Hollywood lúkkið“. Stundum fær maður bara NÁKVÆMLEGA það sem maður óskar sér.“

Þessar varir voru sem betur fer ekki alvöru heldur nammi sem lítur út eins og varir.

Sharon hefur ekki verið mikið í því að fara í lýtaaðgerðir og hefur elst með reisn. Hún var og er gullfalleg og segir sjálf að hún hafi sjaldan verið jafn hamingjusöm.

SHARE