Síðasta tækifæri til að sjá Bloodgroup í Reykjavík um óákveðinn tíma

Nýlega gaf hljómsveitin Bloodgroup út sína þriðju plötu, Tracing Echoes sem hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og fékk hún 4.5 stjörnur í Morgunblaðinu og 4 í Fréttablaðinu.

Þann 14. mars verða svo haldnir heljarinnar útgáfutónleika í Iðnó og mun hljómsveitin Samaris sjá um upphitun. Í samtali við Hall sem er einn af meðlimum hljómsveitarinnar sagði hann að þau hafi haft meira lifandi „sánd“ en áður á þessari plötu: „Þó að það sé mikið af rafbassa þá heyrist hann svo sem ekki oft, við notuðum hann oftast til að búa til sánd með „bassa synthum“. Svo notuðum við mjög mikið rafbassa (strengjabassa) sem við höfum ekki gert áður, og svo live (accoustic) trommur slatta og eitt lagið er alveg bassi og trommur.“

Upphitunarbandið hjá Bloodgroup, Samaris, segir Hallur að sé gríðarlega spennandi band og Bloodgroup spilaði með þeim um daginn á KEX og fannst það alveg frábært.

 Á tónleikunum verður öllu tjaldað til, en Bloodgroup heldur síðan í tónleikaferð til að fylgja eftir plötunni og því er þetta síðasta tækifæri til að sjá sveitina í Reykjavík um óákveðinn tíma.

Hægt er að kaupa miða hér!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here