Síðasti naglinn í kistuna

Beyonce (37) og Jay-Z (45) hafa loksins fengið algjörlega nóg af Kim Kardashian (37) og Kanye West (41).

Samkvæmt heimildamanni RadarOnline eru þau fyrrnefndu komin með upp í kok af dálæti Kanye á Donald Trump. Bæði Beyonce og Jay-Z eru miklir stuðningsmenn Hillary Clinton og Barack Obama.

 

Kim og Kanye hafa unnið að því hörðum höndum að verða vinafólk Beyonce og Jay-Z undanfarin ár. Þau fóru í heimsókn í Hvíta húsið til Trump nýlega og það var kornið sem fyllti mælinn.

„Þeim finnst Kanye algjörlega til skammar og eru sannfærð um að hann gerir þetta til að fá athygli,“ segir heimildarmaður RadarOnline. „Beyonce og Jay-Z vita að Kanye vill í framtíðinni fara í pólitík en þau vilja ekkert af þeim hjónakornum vita.“

 

SHARE