Síðasti sjens – Tónleikar í Vodafone höllinni í kvöld

Síðasti Sjens 2013! Að þessu sinni eru það Retro Stefson, Sísý Ey og Hermigervill sem halda uppi stuðinu í Vodafonehöllinni fram á nótt.  Það er algjörlega rakið að skella sér í dansinn og kveðja árið með stæl þennan næstsíðasta dag ársins!  Húsið opnar kl. 21 og er stefnt á að fyrstu tónar berist kl. 22. Það verður öllu til tjaldað til að gera þennan viðburð að ógleymanlegri kvöldstund!

1497693_10152192915872642_21682849_n

Retro Stefson hafa þrátt fyrir ungan aldur skipað sér í allra fremstu röð íslenskra tónlistarmanna. Tónleikar þeirra þykja slá flestu við og lög þeirra hafa notið gríðarlegra vinsælda. Retro Stefson hefur ferðast um allan heim sl. misseri til að kynna plötu sína Retro Stefson sem kom út á Íslandi fyrir ári og hefur náð platínumsölu (yfir 10.000 eintök). Þessa dagana er sveitin að vinna að nýju efni og tekur sér því frí frá tónleikahaldi fyrri hluta ársins 2014.

74562_10151954914155827_1482457574_n

Hermigervill er með allra skemmtilegustu tónlistarmönnum á Íslandi í dag. Hann á í fórum sínum sannkallaða danssmelli auk þess sem hann hefur endurhljóðblandað margar af perlum dægurlagasögu Íslands. Hermigervill hefur sl. misseri verið í auknum mæli að koma fram erlendis og spilar m.a. á M for Montreal tónlistarhátíðinni í nóvember auk þess sem hann kemur fram á Eurosonic í janúar.

221789_357676781005565_968720854_n

Sísý Ey hafa frá því þær komu fyrst fram fyrir tæpum tveimur árum getið sér gott orð fyrir lagasmíðar og nýjan tón sem hefur vakið athygli á sveitinni á Íslandi og erlendis. Sveitin kom fram á Sonar á Íslandi og í Barcelona auk þess sem hún spilaði Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sl. 2 ár við góðan orðstýr. Í framhaldi af Iceland Airwaves var Sísý Ey boðið að koma fram á Eurosoinc hátíðinni í janúar auk fleiri hátíða sem verða kynntar síðar. Sveitin vinnur að fyrstu hljómplötu sinni þessa dagana sem stefnt er á að komi út á næsta ári.

Smelltu hérna og náðu þér í miða fyrir kvöldið.

 

SHARE