Sífellt fleiri konur fá sér húðflúr eftir brjóstnám

Október er orðin bleikur mánuður þar sem Bleika slaufan er áberandi og fólk er vakið til umhugsunar um krabbamein hjá konum. Konur þurfa reglulega að gangast undir brjóstnám vegna krabbameins en þá þarf að fjarlægja brjóstvef og í sumum tilfellum eru eitlar fjarlægðir og stundum meira að segja geirvörturnar líka.

Margar konur láta byggja upp nýtt brjóst en nú er það alltaf að færast í aukana að konur fara í húðflúr eftir brjóstnám og fá sér flúr sem hefur tilfinningalegt gildi fyrir þær.

Amy Black er húðflúrari sem hefur flúrað mörg hundruð kvenna sem hafa farið í brjóstnám og segir þetta: „Ég sé hvað þetta hefur mikið að segja hjá sjúklingunum sem koma í flúr til mín. Þær velja eitthvað nýtt og fallegt sem hylur eða beinir athyglinni frá aðgerðinni sem þær gengust undir. Það er ómetanlegt að sjá konurnar geisla af hamingju.“ Amy hefur starfað í svona flúrun seinustu 3 ár og er með góðgerðafélagið Pink Ink Fund í kringum starfið.

Hér eru nokkur brjóstnámshúðflúr eins og þau eru kölluð:

Rainbow Butterfly

Regnbogafiðrildi

Einfalt og fallegt

Rose Vine

Rósviður

Jennifer lét setja þessar rósir á árlegum P.ink degi í Kaliforníu.

 

Orchids

Orkedíur

Amy setti þetta flúr á konu sem vildi fá eitthvað í staðinn fyrir geirvörturnar sem búið var að fjarlægja. Konan var mjög ánægð með útkomuna.

 

Nature-Inspired 'Bra'

Náttúrubrjóstahaldari

Baylen Levore setti þennan fjaðurkennda brjóstahaldara á eina konu. Mjög fallegt!

Monarch Butterflies on Trees

Konungsfiðrildi á grein

Ótrúlega flott! 

Grapevines

Vínviður

Amy gerði þennan vínvið á konu sem fór í brjóstnám og vildi ekki fá ný brjóst í staðinn. Æðislegt!

Royal Heart

Konunglega hjartað

Húðflúrarinn Darren Hall gerði þetta litríka Claddagh sem er írsk tákn sem táknar vináttu, tryggð og ást á Jennifer. Jennifer sagði að daginn eftir hafi hún vaknað og liðið eins og hún væri draumaheimi. 

Cynthia Rowley Flowers

Blóm Cynthia Rowley

Amy gerði þetta blóm en innblástur að þessu blómi kemur frá tískyhönnuðinum Cynthia Rowley.

Blooming Flower

Blómstrið eina

Kathy frá Baltimore, fékk þetta fallega blóm hjá Anali De Laney.

Cherry Blossoms

Kirsuberjablóm 

Þetta flúr er líka eftir Amy og hún segist vera mjög stolt af þessu verki sínu.

 

SHARE