Simon Cowell fór með 10 daga gamlan son sinn á sólarströnd – Myndir

Simon Cowell fer ekki hefðbundnar leiðir sem nýbakaður faðir en hann og barnsmóðir hans, Lauren Silverman, fóru með 10 daga gamlan son þeirra í sólbaðsferð til Miami. Margir læknar mæla gegn því að ungabörn séu í mikilli sól fyrstu sex mánuðina en Simon Cowell lætur það ekki stoppa sig og fór með Lauren, nýfætt barnið og hundana þeirra á ströndina.

Söngvarinn Robin Thicke og leikkonan Paula Patton hafa sótt um skilnað eftir níu ára hjónaband. Robin og Paula hafa þekkst í 20 ár og eiga saman fjögurra ára gamlan son.
Hjónaband þeirra hefur verið undir smásjá erlendra slúðurmiðla eftir að Robin steig á svið með söngkonunni Miley Cyrus á MTV Video Awards í fyrra. Á tónlistarhátíðinni dansaði Miley Cyrus ögrandi dans í litlum sem engum fötum og Robin dansaði á siðlausan hátt við hana.

Hin 18 ára gamla Kendall Jenner og One Direction söngvarinn Harry Styles eru hætt saman. Parið hafði ekki tíma fyrir hvort annað vegna mikilla anna hjá þeim báðum en Harry vinnur að fjórðu plötu One Direction og Kendall er önnum kafin við að sinna módel störfum.

SHARE