Sítrónumúffur með jarðaberjakremi – Uppskrift

 Þessar eru æðislega góðar og sumarlegar! 

24 litlar múffur

Efni: 

Í múffurnar: 

 • 1-1/2 bolli hveiti
 • 1-1/4 tesk. lyftiduft
 • 3/4 bolli sykur
 • 6 matsk. lint smjör (eða smjörlíki)
 • 2 egg
 • 1-1/2 matsk. vanilludropar
 • 1/2 bolli undanrenna
 • 2 matsk. sítrónusafi
 • Rifinn börkur af 2 sítrónum (ATH! þarf að nota gróft rifjárn)
 • Örlítið salt

Í fyllinguna (kremið): 

 • 175 gr lint smjör
 • 2-1/2 bolli flórsykur
 • 2 tesk. vanilludropar
 • 1/4 bolli smátt skorin, ný jarðarber
 • 1 til 2 matsk. sítrónusafi
 • Rifinn sítrónubörkur (til skrauts)

Aðferð: 

 1. Hitið ofninn í 180˚ C . Berið smjör eða bökurnar sprey innan í múffuform eða notið pappírsform innan í múffuformin.
 2. Hrærið smjör, sykur og egg vel saman. Bætið vanilludropum, sítrónusafa og rifna berkinum út í, blandið vel.
 3. Blandið saman í annarri skál hveiti, lyftidufti og salti. Setjið þurrefnin og mjólkina saman við  eggjahræruna. Blandið vel saman. Setjið nú deigið með skeið í múffuformin  og bakið í 15-22 mín.  Takið kökurnar þá úr formunum og látið kólna.
 4. Útbúið fyllinguna meðan múffurnar eru að bakast. Þeytið saman smjör, jarðarber, vanilludropa og flórsykur. Bætið sítrónusafanum út í. ( láttu smekkinn ráða hve mikið er notað af sítrónusafa)
 5. Setjið nú kremið ofan á múffurnar (sjá mynd!), skreytið með rifnum sítrónuberki og skreytið með bleiku strái (ef vill)

Verði ykkur að góðu

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here