Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga sem byggir á kenningum hugrænnar atferlismeðferðar og leiklist.

Á námskeiðinu er unnið að styrkingu sjálfsmyndar á heildrænan hátt.

Sjálfsvirðing er efld með aukinni líkamsvitund og lögð áhersla á  tjáningu og félagslega færni sem og að þekkja tilfinningar sínar.

Markmið námskeiðsins er að einstaklingarnir fái trú á eigin getu og öðlist færni til þess að  standa með sjálfum sér í lífinu.

Unnið verður með eftirfarandi þætti:

•          Sjálfsstyrkingu

•          Líkamsvitund

•          Félagsfærni

•          Tjáningu / framsögn

•          Tilfinningagreind

Aldur 8 og 9 ára á mánudögum frá 16:30-18:00

Aldur 13 og 14 ára á mánudögum frá 18:30-20:00

Aldur 10-12 ára á þriðjudögum frá 16:30-18:00

Aldur  15 og 16 ára á þriðjudögum frá 18:30- 20:00

Námskeiðið stendur yfir í 8 vikur og er í einn og hálfan tíma í senn. Tveir ráðgjafar eru á hverju námskeiði og hámarksfjöldi er 12 börn. Lögð er áhersla á að hópurinn sé ekki of stór svo hver og einn fá sem mest út úr námskeiðinu. Námskeiðið kostar kr. 23.000. Námskeiðsgögn og hressing eru innifalin.

Námskeiðin byrja mánudaginn 14. okt. og þriðjudaginn 15. okt. 2013

Ráðgjafar á námskeiðinu eru :

Guðfinna Rúnarsdóttir leikkona. Hún hefur m.a. kennt börnum og unglingum leiklist, spuna og upplestur ásamt því að þýða barnaefni og leikstýra talsetningum.

Kristín Snorradóttir þroskaþjálfi. Hefur unnið mikið með börnum, verið ráðgjafi á sjálfstyrkingarnámskeiðum fyrir börn hjá Vímulausri æsku og er menntuð í hugrænni atferlismeðferð.

Skráning og nánari upplýsingar: fjolskylduhus@fjolskylduhus.is  s.615-1367, 615-1368

SHARE