Sjarmerandi: Hár og förðun undanfarin 100 ár á 60 sekúndum

Konur eru og hafa ávallt verið fallegar; þó tískan breytist og mannfólkið með er eitt það víst að öll tímaskeið hafa sinn einstaka sjarma.

Fyrir stuttu síðan gaf CUT út stórskemmtilegt myndband sem sýndi hvernig hártískan hefur mótast undanfarin hundrað ár og hvaða förðun þótti falleg fyrir fjölmörgum árum. Eitt vantaði þó; myndbandið sýndi einungis konu af hvítum kynþætti.

Nú hefur hópurinn bætt um betur og sýnir loks hvað þótti fagurt þegar konur af afrískum uppruna áttu í hlut fyrir t.a.m. 90 árum síðan og hvaða breytingum hár og förðun hefur tekið á undanfarinni öld.

Dásamlegt í einu orði sagt – ótrúlega skemmtilegt ferðalag gegnum tískusöguna – en til gamans má geta myndböndin eru tvö og í því neðra sem sjá má hér að neðan – má sjá tvískipta hár- og förðunartísku undanfarin 100 ár:

SHARE