Sjokkeraði með ögrandi meðgöngumyndum og fæddi stálheilbrigðan 16 marka dreng

Súperfyrirsætan Sarah Stage sem hneykslaði ófáa með djarfri sjálfsmyndatöku á síðustu vikum meðgöngu, sýndi stæltan magann og ofursmáa bumbuna er orðin móðir. Og það sem meira er, drengurinn er stálheibrigður, hraustur útits og vó tæpar 16 merkur, eða 3.8 kíló við fæðingu!

 

Ekki er gott að vita hvernig James litli Hunter, sem var 56 cm við komu í heiminn, fór að því að rúmast í maga móður sinnar – sennilega hefur drengnum þótt nóg um og orðið frelsinu feginn, en Sarah, sem er búsett í L.A. hlaut harða gagnrýni fyrir að smella af og birta ögrandi sjálfsmyndir í undirfötum einum klæða gegnum alla meðgönguna, þar sem greinilega mátti sjá sterklega magavöðva stúlkunnar.

Ekki ómerkari miðlar en Cosmopolitan og TMZ fylgdu þétt á hæla stúlkunnar gegnum meðgönguna og sjálfsmyndaröðin vakti hneykslan, reiði og undrun almennings. Miðlar vestanhafs kalla stúlkuna iðulega SKINNY PREGNANT MODEL og sjálf hefur Sarah enga athugaemd gert við uppnefnið sem hún hlaut vegna uppátækja sinna á Instagram.

Einhverjir létu þau orð falla að barnið gæti varla verið heilbrigt, þar sem Sarah var svo grönn meðan hún gekk með barnið og ekki nema von að almennar áhyggjur af heilsufari móður létu á sér kræla; Sarah var tágrönn fram á síðasta dag og nær óþekkt að móðir láti ekki á sjá fram að fæðingu.

En James er kominn í heiminn, hann er gullfallegur og stálheilbrigður drengur. Móður heilsast vel að því er fram kemur í erlendum miðlum, en E! News birti fréttir af fæðingu drengsins í vikunni.

Hann er stór og hraustur, gullfallegur drengur. Takk fyrir allan stuðninginn mér barst á meðgöngunni!

SHARE