Sjúklega góðar súkkulaðipönnukökur í hollari kantinum

Ó, þessar pönnukökur – þær eru svo stórkostlega ljúffengar! Og eru meira að segja í hollari kantinum. Það er ein matskeið af sykri í uppskriftinni – ég læt það nú alveg eiga sig. Enda er ég ein af þeim sem ennþá borðar kolvetni.

IMG_5719

Súkkulaðipönnukökur

1/4 bolli spelthveiti (ég nota gróft)

1/4 tsk lyftiduft

1 msk ósætt kakó

1 msk sykur

1/16 tsk salt ( einn sextándi úr teskeið já – ég henti bara fáeinum saltkornum í deigið)

1 og 1/2 msk olía

1 tsk vanilludropar

5 og 1/2 msk mjólk (ég nota yfirleitt örlítið meira)

Þurrefnunum er blandað vel saman. Þetta blauta síðan hrært við.

IMG_5708

Síðan er bara að baka litlar pönnukökur og anda að sér undursamlegum súkkulaðiilm.

IMG_5714

Þetta er mjög lítil uppskrift. Hún gerir um það bil sex litlar pönnukökur. Þarna sjáið þið þrjár. Hinar þrjár flugu upp í mig beint af pönnunni. Ég borðaði líka dálítið magn af deigi á meðan ég bakaði.

IMG_5715

Hrikalega ljúffengt – eiginlega eins og að snæða köku í morgunmat.

Tengdar greinar:

Amerískar pönnukökur – Uppskrift

Fisléttar morgunverðar pönnukökur með bláberjasýrópi

Quesadilla með bláberjum, banana og rjómaosti

SHARE