Skaðar þráðlaus nettenging börn? Myndband

Læknar og vísindamenn um heim allan hafa varað við óþarfa örbylgjugeislun gagnvart börnum frá þráðlausum nettenginum og mælt með að tölvur séu tengdar með kapli frekar en að hafa þær tengdar þráðlaust, hvort sem um er að ræða heima eða í skólum.  Tölvur eru nauðsynlegar í skólum en þær þarf að tengja á öruggan máta.

HÉR er hægt að horfa á myndband um viðfangsefnið.

Og hér fyrir neðan er samantekt yfir skóla víðsvegar um heim sem hafa ákveðið að taka niður þráðlausar nettengingar.  Þessi samantekt er eingöngu ætluð til að gefa innsýn í umræðuna annarsstaðar í heiminum og tekið skal fram að þessi upptalning er engan veginn tæmandi.

Kanada
Árið 2011 var þráðlaus nettenging fjarlægð úr “Aurora School” í Ontario og fasttengt netkerfi sett í staðin.
Árið 2011 var þráðlaus nettenging fjarlægð úr “North Cariboo Christian School” í Quesnel, B.C. og fasttengt netkerfi sett í staðin.
Árið 2011 var þráðlaus nettenging fjarlægð úr “Saanich School District” á Victoria Island. Í staðin samþykkti Breska Kólombía notkun nýs tæknistaðals þar sem m.a. kemur fram að:
a. Bannað er að nota þráðlausa nettengingu í grunnskólum.
b. Á mið- og unglingastigi er þráðlaus nettengin leyfð undir eftirliti á stöðum þar sem vinnustofa fullorðna er, þ.m.t. rými starfsmanna og á skrifstofum þar sem nauðsyn krefur.
c. Á mið- og unglingastigi er leyfileg þráðlaus nettenging í 25% rými nemenda.
Árið 2007 laggði Therold, Ontario niður áætlanir sínar um að netvæða borgina þráðlausu neti.
Árið 2008 var þráðlaus nettenging bönnað á heimavist “Lakehead University” í Ontario.
Árið 2010 var slökkt á þráðlausri nettengingu í barnaskólanum “Meaford, Ontario St. Vincent Euphrasia” að frumkvæði foreldra.
Árið 2010 var þráðlaus nettenging fjarlægð úr “Surrey, BC Roots and Wings Montessori Place”. HÉR er hægt að nálgast bréf sem skólastjórinn Kristin Cassie skrifaði varðandi málefnið. http://www.stayonthetruth.com/wifi-removed-at-surrey-bc-school-2010.php

Austurríki
Árið 2005 var þráðlaut net bannað í skólum og hjúkrunarheimilum í Salzburg.

Þýskaland
Árið 2006 var þráðlaust net bannað í almenningsskólum í Frankfurt.
Árið 2007 gaf þýska ríkisstjórnin út eftirfarandi þjóðarviðvörun:
“Varist örbylgjugeislun frá þráðlausum nettengdum kerfum á kaffihúsum, skólum, heimilum og öðrum opinberum stöðum.”
Árið 2007 var mælt með því að þráðlaus nettenging væri ekki notuð í skólum í Bavaria.
Árið 2010 ákvað þingið í Hesse eftirfarandi:
“Til að forðast rafmengun ætti að leitast við að hafa fasttengt net á sem flestum stöðum. Skólar eru hvattir til að hefja undirbúningsvinnu.”

England
Árið 2006 var þráðlaus nettenging fjarlægð af heimavist í Prebandal Preparatory School í Chichester.
Árið 2006 var þráðlaus nettenging fjarlægð af heimavist í Stowe School í Buckinghamshire.
Árið 2006 var þráðlaus nettenging fjarlægð af heimavist í Ysgol Pantycelyn School í  Carmarthenshirem, Wales.
Árið 2007 var kallað eftir því að banna þráðlaust net í skólum  “Voice”
Árið 2008 gaf DfES UK það út að allir skóla sýndu ábyrgð varðandi þráðlaust net í skólum sínum.

Írland
Árið 2008 var þráðlaus nettenging fjarlægð frá Ballinderry Primary School.
Evrópuþingið
Árið 2008 samþykkti Evrópuþingið með 522 atkvæðum á móti 16 atkvæðum að hvetja ráðherra innan Evrópu að koma á strangari reglum varðandi örbylgjugeislun.

Frakkland
Árin 2008-2010 voru fjarlægð þráðlaus netkerfi úr landsbókasafni Frakklands auk fjögurra annarra opinberra bókasafna.
Árið 2008 var þráðlaus nettenging fjarlægð úr Sainte-Geneviève University í París.
Árið 2009 var þráðlaus nettenging bönnuð í opinberum skólum í Hérouville Saint-Clair.

Bandaríkin
Áríð 2008 mælti USA Progressive Librarians Guild með því að engin þráðlaus netkerfi væru notuð í bókasöfnum og skólum.

Sviss
Árið 2010 bauð Svissneska ríkisstjórnin og Swisscom, sem er stærsta símadreifikerfið þar í landi, skólum að skipta út þráðlausum netkerfum fyrir fasttengt ljósleiðara netkerfi sér að kostnaðarlausu. HÉR er hægt að lesa nánar um það.

Nýja Sjáland
Árið 2010 var ákvörðun tekin um að færa ábyrgð á þráðlausu neti yfir til skólastjórnenda.

Ísrael
HÉR er hægt að lesa um skýrslu um afstöðu Ísraels til rafmengunnar í skólum.

 

 

Heimild:
Samantektin er þýdd frá Safeschool

Birt með góðfúslegu leyfi heilsufrelsi.is
heilsufrelsi_small

SHARE