Skapandi móðir fann leið til að koma matnum ofan í börnin

Að eiga matvant barn getur haft jákvæð áhrif á sköpunargleðina í sumum tilvikum. Í viðleitni sinni að koma einhverju niður í dætur sínar ákvað Samantha Lee að gera matinn aðeins meira spennandi.

Með þessu móti varð hver máltíð ævintýri líkust og dæturnar tvær gúffuðu grænmetinu í sig sáttar á svip. Samantha Lee er heimavinnandi húsmóðir og heldur úti Instagram síðu, undir notendanafninu @leesamantha, þar sem yfir 200.000 manns fylgjast nú með hverju listaverkinu fæðast á fætur öðru. Hér er einnig hægt að fylgjast með blogginu hennar.

Samantha býr í Malasíu og borðar mikið af sjávarfæði, þangi og rækjum, af myndunum að dæma. Hún virðist vera búin að finna ástríðu sína í listsköpun á mat og það er eins gott að hún taki myndir af listaverkunum áður en þau verða étin upp til agna! Þau eru ótrúlega flott hjá henni.

Maður verður bara svangur!

hrekkjavaka matur

Harry Potter

hrekkjavaka matur2

Pocahontas

hrekkjavaka matur3

Morgunsamloku breytt í kastala

hrekkjavaka matur4

Michael Jackson

hrekkjavaka matur5

Rauðhetta

hrekkjavaka matur6

Flintstones

hrekkjavaka matur7

Elvis

hrekkjavaka matur9

Hrekkjavaka

hrekkjavaka matur10

Krúttlegur kvöldmatur

hrekkjavaka matur11

Batman

SHARE