Skartaðu ferskri og ilmandi blómakórónu í skammdeginu!

Blómakórónur eiga við allan ársins hring og það er fátt meira frískandi í ísi lögðu skammdegi en ljúfur ilma nýútsprunginna blóma.

Að trítla út í garð og tína ferskar rósir er auðvitað draumur hverrar þeirrar konu sem ætlar að flétta í blómakórónu, en það er helber misskilningur að sumarið þurfi að daðra við gluggana.

 

 

Blómaverslanir bjóða upp á ágætt úrval ræktaðra blóma allan ársins hring og magnið sem fer í fléttaða blómakórónu er með minna móti, enda gildir sú minimalíska regla að minna er meira.

 

 

Ræktuð blóm sem kaupa má í verslunum eru enda laus við óværu og pöddur, einn eða tveir fallegir blómaknúppar þurfa ekki að kosta nema nokkrar krónur og svo eru það grænu laufin sem iðulega fylgja með skreytingum. Allt sem til þarf eru örfáar krónur, blómavír, fallegur og örgrannur silkiborði og svo fíngerð vinnubrögð.

 

 

Ekki örvænta þó skreytingar séu ekki þín sterka hlið! Fjölmargar blómaverslanir bjóða upp á sérhannaðar skreytingar og aldrei er að vita nema velviljaður blómaskreytir bregði á leik með þér, aðstoði við gerð kórónunnar og í framhaldinu svífur þú svo út í myrka skammdegið, vopnuð blómakórónu og forsmekk af vorinu sem allt græðir.

Hér má sjá hvernig ritstjóri Heilsu og Fegurðar Teen Vogue Elaine Welteroth ásamt Denise Procaro, sem er eigandi Flower Girl NYC fara með gerð blómakórónu í þremur einföldum skrefum. Sætt, ekki satt!

 

SHARE