Skegg tók að vaxa í andliti hennar eftir að fyrsta barn hennar fæddist – Hefur falið andlit sitt í 19 ár bak við slæðu

Hún faldi andlit sitt í 19 ár bak við slæðu þegar skegg tók að vaxa í andliti hennar eftir að fyrsta barn hennar fæddist

Agustina þurfti kjark til að kasta slæðunni sem hún var búin að hylja andlit sitt með í 19 ár.  Af hverju ákvað hún að kasta slæðunni? Jú, einhverjir þorpsbúa vissu orðið um hárvöxtinn og börnin hennar voru farin að verða fyrir aðkasti og stríðni í skólanum. Þess vegna ákvað hún að allir skyldu sjá og vita sannleikann.  

Óeðlilegur hárvöxtur er víðar á líkama Agustinu – bæðri á efri vör og bringu og þegar hún hefur rakað sig er það mjög sárt.

Konur í þorpi Agustinu, þar sem meiri hluti íbúa eru Íslamstrúar eru margar með höfuðslæður. En áreitið sem börnin hennar urðu fyrir varð til þess að hún kastaði slæðunni. Nú vonar hún að þorpsbúar verði fræddir um hvað veldur ástandi hennar

Hárvöxturinn hefur valdið Agustinu miklum eftiðleikum.

Þetta hefur ekki verið auðvelt fyrir hjónin en þau ákváðu að hjálpa börnum sínum. Og bæði vona þau að fræðsla verði til þess að fólk láti af ótugtarlegum athugasemdum.

Fyrr á þessu ári var viðtal í fjölmiðlum við þýska konu sem líka er skeggjuð. Hún vinnur í fjölleikahúsi og hefur verið mjög ötul að fræða fólk um skeggvöxt á konum. „Mig langar til að gera fólki auðveldara að tala við skeggjað konu. Fólk er hikandi eða hrætt við að tala við þá sem eru öðruvísi en ég er bara kona með skegg!“

 

Talið er að ein af hverjum tíu konum takist á við hárvöxt í andliti og á líkama sínum. En hvað veldur?

Sumir kynþættir eru hárprúðari en aðrir og stundum liggur þetta bara í ættum og er ekki sjúkdómur. Yfirleitt vex fólki í S- Asíu og Miðjarðarhafslöndunum meira hár en t.d. hvítum Evrópubúum.

 

En svo getur verið ýmislegt annað á ferðinni. Yfirleitt hafa konur lítið af karlhormóni en ef það breytist getur hár farið að vaxa. Algeng orsök þessa er PCOS (fjölblöðrueggjastokka heilkenni) og fylgja þá oft bólur og útbrot í andliti, aukin þyngd og óreglulegar blæðingar.  Þá geta verið æxli á eggjstokkum eða nýrnarhettum sem er sjaldgæft. Einnig getur steranotkun komið hárvexti af stað.

Yfirleitt eru konur með eðlileg karlhormón og læknar átta sig oftar en ekki á hvað veldur hárvexti í andliti kvenna.

Heimild

SHARE