Eftir að hún ól eina barnið sem hún á fyrir 28 árum fór henni að vaxa skegg. Nú segist hún vera kynþokkafyllri en nokkru sinni fyrr og lætur skeggið bara vaxa.  

 

Mariam sem er 49 ára þýsk kona segir að hún hafi orðið fyrir margskonar  ótugtarlegu aðkasti út af skegginu. Einhver gekk svo langt að segja að réttast væri að skjóa hana. En það stældi bara kjark hennar. Margir urðu líka til að styðja hana og dáðust að hugrekki hennar. Ýmsar konur hafa sagt að hún hafi veitt þeim kjark til að vera þær sjálfar- eins og þær eru.

Í mörg ár plokkaði  Mariam samviskusamlega hárin af andlitinu en þar kom að hún ákvað að leyfa því bara að vaxa.

 

Nú vinnur hún í fjölleikahúsi og segir að þegar hún var þar komin að hún ákvað að láta skeggið vaxa hafi hún öðlast mikið sjálfstraust.  Henni finnst jafnvel að hún sé tilbúin til að finna ástina aftur. Hún segist vera sátt við sjálfa sig og þekki sig betur en þegar hún var ung. Í því sé mikil hamingja fólgin.

SHARE