Skeit af innlifun í fang föður síns og öðlaðist heimsfrægð

Nýbakaður faðir frá Bretlandi átti von á ýmsu en ekki því að ljósmyndatakan sem hann efndi til ásamt fjögurra daga gömlum syni sínum myndi slá svo rækilega í gegn á netinu að fréttamiðlar víða um heim ættu eftir að fjalla um frækna frammistöðu þeirra feðga í myndveri.

 

Þó varð sú raunin þegar Al nokkur Fergusson (26 ára) og unnusta hans, Jen, mættu galvösk með nýfæddan son sinn til ljósmyndara fyrir skemmstu, en nýfæddur drengurinn varð skyndilega bísperrtur, greip þéttingsfast í handlegg föður síns og skeit eins og hann ætti lífið að leysa beint út í loftið.

 

Hér má sjá fyrri myndina og enn leikur allt í lyndi …. 

 

1409849063655_wps_9_NO_USAGE_WITHOUT_MANDATOR

 

 

Unaðssvipur barnsins er óborganlegur, en allt ferlið náðist á filmu og þá vakti sérstaka kátínu í netheimum hversu himnesk sæla hvílir yfir andliti litla drengsins er hann hægir á sér, algerlega grunlaus um aðstæður og hvað þá veru ljósmyndarans með linsuna.

 

…. obbosí, barnið lætur allt vaða og öðlast heimsfrægð fyrir vikið. 

 

1409849073678_wps_10_MANDATORY_CREDIT_Kirsty_G

 

 

Al gat ekkert aðhafst meðan á atburðarásinni sjálfri stóð og horfði hjálparlaus og vanmáttugur á gullfallegan og nýfæddan drenginn hlýða kalli náttúrunnar á svo sjálfsagðan og eðlilegan máta.

 

Nei, þetta gerðist bara svo snögglega. Ég fann hvernig maginn á honum gekk í örfínum bylgjum og svo allt í einu gekk þetta bara yfir. Meðan ég hélt á barninu. Fyrir framan ljósmyndarann. Og svo færðist bylgja slökunar yfir barnið og allt var yfirstaðið.

 

Stolt hins nýbakaða föður var þó svo mikið að Al deildi myndinni af afreki sonar síns umræddan dag á vefsíðunni The Dad Network með þeim afleiðingum að ljósmyndin flögraði af stað út í hinn stóra heim, vefsíðan hlaut heimsathygli og barnið varð frægt á augabragði.

 

1409849819926_wps_18_MANDATORY_CREDIT_Kirsty_G

 

Síðu ljósmyndarans sem smellti af þeim feðgum þessari óborganlegu mynd er að finna hér en sjálft er barnið algerlega ósnortið af nýfundinni frægð og því sem mætti kalla magnað markaðsundur.

 

Þá er bara einni spurningu ósvarað; ætli nýr og upprennandi stórleikari sé fæddur?

SHARE