Skemmtileg ,,trix” fyrir alla sem elska naglalökk

Ég elska naglalökk. Alveg út af lífinu. Ég elska að naglalakka mig. Og geri mikið af því. Stundum oftar en einu sinni á dag. Æ, ég meina – hver er að telja? Ekki ég. Ég tel heldur ekki nagalökkin mín. Af því þá fengi ég sennilega aðsvif. Og myndi komast að því að ég ætti mögulega fasteign ef ég eyddi ekki fáránlegum upphæðum í naglalökk á ári hverju.

Sjá einnig: 7 hlutir sem gott er að kunna í „neyð“

Burtséð frá þessu blæti mínu þá hef ég einnig gaman af því að föndra með naglalökkin mín. Jájá, við höfum öll misjöfn áhugamál. Ég ætla að prófa eitthvað af þessu í kvöld. Greint verður frá niðurstöðum síðar.

SHARE