Skilnaður loksins kominn í gegn

Khloe Kardashian (32) og Lamar Odom (36) hafa loksins klárað skilnað sinn. Þetta hefur tekið langan tíma en þau hafa nú skrifað undir skilnaðarpappírana. 

„Þeim er báðum létt og eru tilbúin að halda áfram með sitt líf,“ sagði heimildarmaður UsWeekly.

Khloe sótti um skilnað árið 2013 eftir að kom í ljós að Lamar hafði haldið framhjá. Þau reyndu í 2 ár að laga hjónabandið en það gekk ekki vel. Þegar Lamar tók svo of stóran skammt á vændishúsi í Nevada fyrir ári síðan, tók Khloe allar ákvarðanir á spítalanum en Lamar var í dái í nokkra daga. Khloe dró skilnaðinn til baka viku eftir atvikið, en sótti aftur um skilnað í maí á þessu ári þegar Lamar féll aftur.

SHARE