Skinku og broccoli baka með parmesan

Þessi dásamlega uppskrift kemur úr smiðju Matarlystar og er eflaust góð tilbreyting á hverju heimili.

Botn

450 gr hveiti
1 1/2 tsk salt
300 gr smjör við stofuhita alls ekki bráðið
4-6 msk kalt vatn
3 egg

Aðferð

Setjið hveiti og salt í hrærivélaskál ásamt mjúku smjöri látið vélina vinna á lægsta hraða með króknum þar til smjörið er komið vel saman við, bætið við eggjum og vatni, hnoðið mjög lítið svo deigið verði ekki seigt bætið út í örlitið meira hveiti ef deigið er of blautt. Setjið deigið í ískáp á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling

400 g skinka skorin niður
6 msk smjör
5 msk hveiti
4 dl soð (4 dl vatn og 2 knorr grænmetisteningar)
4 dl rjómi
6-8 msk parmesan ostur
6 eggjarauður

Aðferð

Soð útbúið. Vatn og teningar sett í pott, hitað upp þar til teningar eru uppleystir. Bræðið smjörið á pönnu, skerið skinkuna smátt og látið út á pönnuna steikið um stund, hveiti er stráð yfir og hrært saman við. Því næst er soðinu og rjómanum bætt út á pönnuna ásamt parmesanostinum látið malla um stund þar til þykknar. Takið af hellunni, látið kólna eilítið, eggjarauðum er þá bætt út í, blandað vel saman við.

1 kg broccoli frosið (spergilkál) hleypt upp að suðu sett í sigti og látið leka allt vatn vel af, vindið það aðeins með höndum, skerið niður.

6-8 msk parmesan til að setja ofan á botninn, jafnvel meira. Nú er komið að því að raða bökunni saman. Set bökuna í stórt eldfast form mitt er 37×24. Deigið er tekið úr ískápnum, klípið 1/3 af deiginu og geymið til hliðar en það er notað í skraut ofaná. Fletjið deigið út leggið í eldfast mót. Sáldrið parmesanostinum yfir, því næst skornu broccolii svo er skinkusósunni hellt yfir. Næst er hafist handa við að leggja lokahönd á bökuna, fletjið út restina af deiginu, skerið deigið í ræmur, leggið yfir bökuna og svo í lokin meðfram öllum kantinum svona til að hún lúkki nú sem best. Sláið eitt egg saman og penslið yfir deigið í lokin.

Hitið ofninn í 200 gráður og blástur. Látið bökuna inn í ofninn á neðstu rim og bakið í u.þ.b. 35- 45 mín eða þar til bakan góða hefur fengið á sig fallegan lit, setjið álpappír yfir bökuna eftir u.þ.b 15- 20 mín ef hún er farin að dökkna.

Mér finnst þessi jógúrtsósa alveg ómissandi með:

Hráefni

1 dós Grísk jógúrt
dass af Tai sweet chili sósu eftir smekk hvers og eins
ca 1 dl fínsöxuð gúrka c.a 10 cm

Aðferð

Hrærið gríska jógurt og sweet chili sósu saman bætið út í gúrkunni. Smakkið til. Með bökunni ber ég fram grjón eða bankabygg, gott salat, jógúrt sósuna einnig er gott að hafa sweet chili sósu á kantinum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here