SKYLDUÁHORF: Gullfalleg táknmálstúlkun á gullsmellinum Halo

Beyoncé deildi í dag á Facebook síðu sinni aðdáunarverðri túlkun á myndbandi sem hefur farið eins og eldur í sinu á netinu og engin furða, en sjálfa atburðarásina má sjá hér að neðan en fá orð eru nægilega sterk til að lýsa því sem er að gerast hér.

Þessi gullfallega túlkun táknmálstúlksins Tinu og laumulegir tilburðir Paul, unnusta hennar, sem tekur upp táknmáls-sönginn á farsíma meðan hún túlkar orð fyrir orð – með innlifun á heimsmælikvarða – er ekki einungis gullfallegur óður til ástarinnar heldur ótrúlega falleg tákmálstúlkun.

Upptakan náði augum söngkonunnar, sem deildi myndbandinu á Facebook í dag og ekki furða; túlkunin er á heimsmælikvarða.

Þau Paul og Tina halda úti Facebook síðu og YouTube rás þar sem þau mynda meðal annars stafrófið fyrir áhugasama um táknmál og fleiri fallegar ballöður sem túlka má á táknmáli en túlkun Tinu við Halo má sjá hér:

SHARE