Skyrterta með kirsuberjasósu

Ummmm….. Fékk þessa um daginn hjá henni Röggu mágkonu og ég er að segja ykkur hún er unaður í munni!!

Uppskrift:

1 pakki Holmblest súkkulaðikex

1 peli rjómi

1 stór dós vanilluskyr (500 gr. )

1 krukka kirsuberjasulta

Aðferð:

Kexið mulið niður, gott að setja kex í poka og rúlla yfir með kökukefli. Mylsnan er svo sett í botnin á formi.

Rjómi þeyttur og skyrinu blandað varlega saman við þeyttan rjóman svo dreift yfir kexmylsnuna.

Að lokum er kirsuberjasultu dreift yfir skyrblönduna.

Látið standa í ísskáp í nokkra tíma áður en boðið er uppá dýrðina.

 

Sjá meira: Kaffikaka

Að sjálfsögðu er uppskriftin í bókinni hennar Röggu minnar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here