Smá árekstur á milli Lady Gaga og Madonnu

Poppdívurnar Madonna og Lady Gaga eru sagðar báðar vilja koma fram sem aðalatriði í tilefni 25 ára afmæli falls Berlínarmúrsins þann 9. nóvember næstkomandi.

Dívurnar telja sig báðar mjög pólitískar og eru báðar mjög ákveðnar í því að fá að koma fram sem aðalatriði á þessum degi.  Hvorug þeirra er vön að fá orðið NEI framan í sig.  En það vill svo til að báðar eru að gefa út plötu á þessum tíma og þá er það góð spurning hvort að þær séu að hugsa um þennan sögulega viðburð mannkynsögunnar eða auglýsa plötuna sína.  En slúðurblöðin þar vestra vilja nú meina að Madonna hreppi hnossið.

lm1

lm2

SHARE