Sniðugt með börnunum um helgina: Ristað regnbogabrauð

Það þarf ekki að tjalda miklu til svo hægt sé að eiga ljómandi góða morgunstund með afkvæmum sínum. Flest búum við svo vel að eiga fáeina matarliti, forlátan pensil, mjólk eða vatn. Jú og brauðsneiðar. Þær eru nauðsynlegar í þessar framkvæmdir líka.

IMG_6953

Setjið mjólk eða vatn í litlar skálar. Örlítinn dropa af matarlit í hverja skál. Nælið ykkur í brauðsneiðar og hreinan pensil. Og þið eruð klár í slaginn.

IMG_6956

Mínum manni fannst ekki leiðinlegt að fá að mála morgunverðinn sinn.

IMG_6959

Að lokinni málningarvinnu er best að rista brauðið. Síðan má bera það fram með því áleggi sem hugurinn girnist.

Tengdar greinar:

Skemmtileg tilraun til að gera með börnunum – Myndband

Auðveldar hollar uppskriftir til að gera með börnunum – Myndband

Njótum þess að vera með börnum okkar í augnablikinu!

SHARE