Nú er að hefjast skemmtilegur sumarleikur hjá líkamsræktarstöðinni Hreyfingu. Hver vill ekki vera í toppformi yfir sumartímann?
Allir viðskiptavinir sem kaupa sér sumarkort Hreyfingar eru sjálfkrafa þáttakendur í sumaráskorun Hreyfingar. Áskorunin stendur í 12 vikur og þú færð fríar mælingar hjá þjálfara ásamt tveimur tímum með þjálfara þér til halds og trausts sem býr svo til fyrir þig æfingaráætlun svo að þú getir náð þínu markmiði.
Upphafsmælingar þurfa að fara fram fyrir 15.júní og til að panta tíma hjá þjálfara sendir þú tölvupóst á hreyfing@hreyfing.is.
Sumarkortið gildir til 31.ágúst og allir korthafar hafa aðgang að frábærum æfingartímum. Æfingartímarnir í sumardagskránni eru meðal annars:
Topparnir 5 – Skipulagðar gönguferðir á 5 fjöll í nágrenni Rvk
Hlaupahópur – Skemmtilegar hlaupaleiðir í nágrenni Hreyfingar
Útisport – Nýir fjölbreyttir og skemmtilegir tímar utandyra
Hreyfing ætlar að bjóða þér frían prufutíma í stöðinni! er ekki um að gera að taka vinkonu eða maka með og byrja sumarið á heilbrigðan hátt!