Í nýrri mynd sem Khloe Kardashian birti af sér ásamt systur sinni, Kourtney (39), þykir sú síðarnefnda líkjast Sofia Richie (20) svo um munar. Eins og áhugasamir vita er Sofia núverandi kærasta Scott Disick (35), barnsföður Kourtney.
Sofia er ekki hrifin af því að láta líkja sér við Kourtney, samkvæmt heimildarmönnum HollywooLife.
„Sofia þolir ekki að láta líkja sér við Kourtney. Henni finnst þær alls ekki líkar og það pirrar hana að fólk sé að reyna að finna líkindi með þeim. Á myndinni sem allir eru að tala um finnst Sofia þær ekkert vera líkar og henni finnst leiðinlegt að láta líkja sér við miklu eldri konu.“