Lucy Copland var gengin með 17 vikur og talaði um það í mæðraskoðun að barnið hreyfði sig varla. Henni var sagt að hafa ekki áhyggjur, barnið væri bara svona rólegt. En barnið var ekki rólegt, það var að deyja. Að sex vikum liðnum var loks farið að hlusta á konuna og rannsaka fóstrið og þá kom í ljós að barnið hafði alls ekki þroskast eðlilega vegna heilkennis sem nefnt er fóstur akinesia. Læknar ráðlögðu fóstureyðingu sem foreldrarnir samþykktu ekki og barnið dó nokkrum tímum eftir fæðingu.
Foreldrarnir sem eru yfirkomnir af sorg hafa stefnt starfsfólki sjúkrahússins sem sagði að ófæddur sonur þeirra væri bara latur þegar hann í raun var með alvarlegan og sjaldgæfan stoðkerfis- og vöðvasjúkdóm sem olli því að hann gat ekki hreyft útlimina.
„Þegar ég var að kvarta að barnið hreyfði sig ekki var mér sagt að þetta væri bara letingi og talað við mig eins og ég væri einhver ruglukollur. Veslingurinn litli gat ekki hreyft sig af þvi beinin í útlimunum voru samgróin, vöðvar vanþroskaðir og fleira í ólagi. Fagfólkið hefði átt að hlusta á mig. ”
Lucy og maður hennar Ben eiga þrjú heilbrigð börn Ellie-Mae, Rhys and Tayla og hún vissi alveg að fóstur hreyfir sig. Hún margreyndi að fá betri skoðun en í raun var henni svarað eins og hún væri rugluð. Þegar hún loks fékk sónarskoðum á 26. viku var farið að athuga af hverju barnið hreyfði sig ekki. Sérfræðingar á öðrum spítala skáru úr um að barnið væri með þetta alvarlega heilkenni.
„Við elskum þetta barn eins og hin börnin okkar og Alfie, drengurinn okkar er grafinn við hliðina á hinu barninu okkar sem við misstum 17 vikna gamalt“.