Sögur af íslensku djammi – Öskra upp yfir mig og kasta smokknum í burtu!

Ég rakst á síðu á Facebook þar sem fólk deilir ,,djamm‘‘ sögunum sínum þar inná. Þetta er vægast sagt fyndið, óheppilegt og eiginlega vandræðalegt á köflum.
Síðan er undir ,,játningar á djamminu‘‘.

Ég ætla að birta nokkrar valdar sögur, spurning hvort þið kannist við þetta?

#1
Þetta var miðvikudagskvöld og vinur minn var búinn að fara í 5 stelpur. Þetta kvöld hjá honum var geðveikt party og heitar stelpur. En það var ein alveg mjög heit stelpa og hún var að horfa á mig, vinur minn kom og reddaði fyrir mig þessari sjúku gellu. Við fórum á klósettið og gerðum allt sem er hægt að gera (með smokk). Daginn eftir hitti ég hana á ættarmóti.

Við erum frændsystkini

Mér líður svo fu**** illa

#2
Um áramótin síðustu fór ég heim með stelpu. Við vorum búin að vera on og off í smá tíma og þessi áramótin fórum við heim saman í fyrsta sinn í mánuð. Allt gekk eðlilega fyrir sig og þegar heim var komið förum við upp í rúm og byrjum að kela. Ég ákveð að leika við hana aðeins og klæði hana úr öllu fötunum fyrir utan g-strenginn. Á meðan ég afklæði hana byrja ég að nota puttana en finn fyrir einhverjum óþægindum þar inni. Ég þreifa betur fyrir mér og dreg svo eitthvað slímugt hrúgald út úr gellunni. Nei, þetta er notaður smokkur! Mér dauðbrá og öskra bara upp yfir mig og kasta smokknum í burtu. Hún lítur upp og spyr hvort það sé ekki allt í lagi. “Jú, jú”, segi ég og held bara áfram eins og ekkert væri, alveg alla leið.

#3
Þetta var eitt af þeim kvöldum sem byrjaði mjög rólega, setið inná Austur, rætt um daginn og veginn yfir nokkrum bjórum með stelpunum. Við vorum allar komnar svolítið vel í það þegar ég sé besta vin minn á barnum og hleyp til hans. Nokkrum drykkjum seinna erum við aðeins byrjuð að káfa á hvoru öðru á dansgólfinu. Við höfðum verið vinir í 10 ár og vorum mjög lúmsk þannig að enginn sá til okkar. Þegar það var kominn tími til að fara heim, ákveðum ég og ein vinkona mín að gista hjá honum. Við skríðum öll dauðþreytt uppí rúm til hans og kveikjum á einhverji mynd. Þar sem vinkonan er frekar vel í því, steinrotast hún eins og þá byrjar káfið aftur… to make a long story short…þá gerðum við það í rauninni á henni þar sem hann átti ekki stórt rúm. Ennþann dag í dag veit greyið vinkonan ekki af þessu… En henni fannst mjög furðulegt hvað það var erfitt að greiða hárið sitt daginn eftir!

Telst þetta sem threesome?

 

#4
Á annan í jólum fyrir nokkrum árum sleit ég liðband í vinstri fætinum á djamminu. Ég var á leiðinni út í bíl með systur minni, þar sem við vorum að fara heim af djamminu. Það var hálka úti, og ég var töluvert mikið fullur og endaði með að liggja í grasinu og öskra á mjög dramatískan hátt: “Ég held hún sé ónýt!!”

Systir mín keyrir heim mig, hjálpar mér upp stigann að húsinu og líka stigann á aðra hæð þar sem herbergið mitt var. Hún er sjúklega krúttleg og reddar mér koddum fyrir upphækkun, gefur mér einhverjar verkjatöflur og vatn.

Þegar hún er farin hringir síminn minn, það er vinur minn að segja mér að það sé eftirpartý hjá vini okkar! Ég læt ekki segja mér það tvisvar, ríf mig fram úr, haltra niður stigana tvo og beinustu leið út. Ég haltra heilan kílómeter þangað sem partýið er – mjög brösulega – svo þegar ég stíg upp á gangstéttina fyrir framan húsið þar sem eftirpartýið er stíg ég á lítið svell.

Ég semsagt tognaði á báðum löppum á einu djammi

Áfram ég?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here