Söngkona Gossip handtekin

Hún er þekkt fyrir að vera svolítið villt hún Beth Ditto, söngkona hljómsveitarinnar Gossip en hún var handtekin í Portland, Oregon í vikunni.

Ástæða handtökunnar voru óspektir á almannafæri en hún var með mikil læti fyrir utan bar eftir að henni var hent þaðan úr fyrir slagsmál og fyrir að vera of drukkin.

Samkvæmt viðstöddum gerði Beth sér lítið fyrir og sparkaði í klofið á barþjóni á staðnum og þegar búið var að henda henni út, klæddi hún sig úr skónum og henti frá sér veskinu sínu og öskraði „OBAMA OBAMA“. Vinir hennar reyndu að stoppa hana og koma henni í bíl en fljótlega komu 10-12 lögreglubílar á staðinn.

Hún var látin sofa úr sér áfengisvímuna í fangaklefa en hún gæti þurft að vera í 6 mánuði í fangelsi og borga 2500 dollara í sekt ef hún verður fundin sek.

beth-ditto-1 beth-ditto-2 beth-ditto-3 beth-ditto-4

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here