Söngvari ákærður fyrir líkamsárás

Söngvari rokkhljómsveitarinnar Mötley Crüe,Vince Neil, hefur verið ákærður fyrir líkamsárás sem átti sér stað í Las Vegas í apríl.

Sjá einnig: Bieber borinn öskrandi út af Coachella: Brjálaður út í Drake

Sagt er að eftirlitsmyndavélar hafi náð því á filmu þegar Vince Neil á að hafa tekið í hárið á kvenkyns aðdáanda og keyrt hana niður í gólfið. Aðdáandinn á að hafa verið að leitast eftir því að fá eiginhandaráritun söngvarans. Vince hefur neitað þessum ásökunum og segist einfaldlega hafa ýtt konunni í burtu.

 

Sjá einnig:  Klámstjörnu misþyrmt grimmilega af fyrrum kærasta – Sjáið myndirnar af áverkum

Það var svo enginn annar en Nicholas Cage sem mætti á svæðið til að róa Vince niður. Ef Vince tapar málinu þá gæti hann átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsisdóm.

 

SHARE