Söngvari Prodigy er dáinn

Söngvari The Prodigy, Keith Flint, er látinn aðeins 49 ára gamall. Söngvarinn fannst á heimili sínu í morgun og lögreglan er enn á heimili hans, en ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Lögreglan í Essex sagði: „Við vorum kallaðir á vettvang og þegar við komum þangað var maðurinn látinn. Fjölskyldunni hefur verið tilkynnt um andlátið.“

 

SHARE