Sonur Bruce Jenner: Heimilislaus og sefur í bílnum sínum

Kardashian-fjölskyldan skrifaði nýlega undir risastóran samning við E! og verða að minnsta kosti framleiddar fjórar þáttarraðir til viðbótar af stórfína sjónvarpsefninu, Keeping up with the Kardashians. Það er þó einn aðili sem kemur líklega ekki til með að sitja æsispenntur fyrir framan sjónvarpið, Burt Jenner – sonur Bruce Jenner frá fyrra hjónabandi.

Burt hefur lítið verið í sviðsljósinu. En að hans sögn hætti faðir hans að hafa afskipti af honum um leið og hann gekk í hjónaband með Kris Jenner árið 1991.

burt-jenner-3

Þrátt fyrir að vera tengdur einni ríkustu fjölskyldu í Bandaríkjunum hefur Burt verið heimilislaus tvisvar. Hann ræddi þessi mál nýlega í útvarpsviðtali, þar sem hann sagði einnig að fáir hefðu almennt vitneskju um tilvist hans. Hann er í nánast engu sambandi við föður sinn í dag. ,,Ég kæri mig ekkert um að tilheyra þessari fjölskyldu.”

Untitled

Hann póstaði þessari mynd einmitt á Instagram fyrir fáeinum mánuðum. Sem sýnir glögglega hvaða álit hann hefur á Kardashian-fjölskyldunni.

Ég væri alveg til í þennan bol, svona í öðrum fréttum.

Tengdar greinar:

Kylie Jenner (17) búin að fara í 6 lýtaaðgerðir

Bruce Jenner vill breyta nafni sínu í Bridget

Hefur Bruce Jenner hafið kynleiðréttingarferlið? – Myndir

SHARE