Brooklyn Beckham, elsti sonur David og Victoriu Beckham, er einn af frægustu unglingum heims – fyrir það eitt að vera sonur foreldra sinna. Brooklyn hefur verið skoða sig um í París undanfarið, í fylgd með ungri konu sem slúðurpressan hefur ekki enn borið kennsl á, og hefur hann vart fengið frið fyrir æstum aðdáendum sínum.
Sjá einnig: Brooklyn Beckham skammast sín fyrir David Beckham
Ungt fólk hópast að honum nánast hvar sem hann kemur og þykir Brooklyn vera hinn viðkunnalegasti. Hann hefur gefið sér góðan tíma til þess að blanda geði við aðdáendur sína og leyft þeim að mynda sig í bak og fyrir.
Sjá einnig: Brooklyn Beckham fer mikinn á Instagram