David Beckham fær nýtt hlutverk

Dave Gardner og leikkonan Liv Tyler eignuðust son nýlega. Nýjustu fregnir herma að David Beckham verði guðfaðir barnsins, sem nú þegar hefur verið nefndur Sailor. Dave og Beckham eru bestu vinir en Dave er einmitt guðfaðir Brooklyn – sem er elsta afkvæmi David og Victoriu Beckham.

Sjá einnig: Sonur David Beckham vinnur á kaffihúsi í London

Liv-Tyler-Dave-Gardner-Main

Dave Gardner og Liv Tyler telja að David eigi eftir að hafa mikil og góð áhrif á líf Sailor litla. Gardner og Beckham hafa verið vinir í fjölda ára og umgangast fjölskyldur þeirra mikið. Það liggur því beinast við að David taki þetta ábyrgðarhlutverk að sér.

Sjá einnig: Victoria Beckham: Setur eiginmanni sínum afarkosti

SHARE