Sorgleg saga: Hún var ófrísk og fór í ljós

Hún mun ekki koma til með að kynnast yngsta barni sínu. Louise á einungis nokkrar vikur eftir ólifaðar. Hún er þriggja barna móðir og á 4 ára stúlku, 3ja ára dreng og nýfædda dóttur.

Hún var greind þegar hún var komin 10 vikur á leið. Hún var komin með húðkrabbamein sem hafði dreyft sér til lungna hennar og var henni tilkynnt að hún átti stutt eftir ólifað. Valdurinn af krabbameininu var að hún fór reglulega í ljós.

Sjá einnig: Húðkrabbamein, ljósabekkir og sól

Eftir að Louise skildi við fyrrum eiginmann sinn fyrir fjórum árum, langaði hana að fríska aðeins upp á sig, eftir að vera búin að glíma við þunglyndi í einhvern tíma, svo hún ákvað að fara í ljósatíma þrisvar sinnum í viku.

Mig grunaði aldrei að ljósabekkir væru svona hættulegir, þar sem það er svo auðvelt að nálgast þá. Ég var ung og barnaleg og nú þarf ég að gjalda með lífi mínu. Þar með verð ég ekki hér til að lifa eins lengi og ég hefði getað fyrir börnin mín.

Sjá einnig: Sara Lind fékk sortuæxli 21 árs – Stundaði mikið ljósabekki

Eftir greininguna var hún óhuggandi en spurði læknana hvað hún gæti gert til þess að lifa eins lengi og mögulegt væri fyrir börnin sín.

Læknarnir sögðu henni að best væri fyrir hana að láta eyða fóstrinu, en það var ekki möguleiki hvað hana varðaði. Svo hún sagði við læknirinn:

 Þó að ég muni deyja bráðum, þýðir það ekki að barnið mitt verði að deyja. Það verður að lifa, því lífið er dýrmætt.

Chloe litla fæddist heilbrigð en krabbameinið hafði náð að dreyfa sér í heila Louise. Louise sagði eldri börnum sínum að brátt yrði hún engill, en að þau gætu samt alltaf talað við hana.

Hún á einungis nokkrar vikur eftir og vill koma þessum skilaboðum út í heiminn:

Ég er hrædd um að menn og konur muni koma til með að gera sömu mistök og ég og setji útlit sitt framyfir heilsu sína. Ég vil ekki hræða ungt fólk, en ég vil bara hjálpa til þess að útskýra. Þegar þig langar til að vera brún/n, notaðu þá heldur brúnkukrem, frekar en að fara í ljós. Ekki setja líf þitt í hættu.

Það er vitanlega áfall fyrir Louise að sjá fram á að hún mun ekki koma til með að sjá börnin sín vaxa úr grasi, en hún ákvað að koma þessum skilaboðum frá sér til þess að vara fólk við hættunni sem fylgir ljósabekkjanotkun.

Sjá einnig: 6 atriði sem þú þarft að vita um húðkrabbamein

skin-feat-770x297

skin1

skin2

skin3

skin4

skin5

skin6

SHARE