Spænskur kjúklingaréttur sem klikkar ekki

Spænskur kjúklingaréttur

1 kjúklingur í bitum eða 8 bringur frá Ísfugl. Ef notaðar eru bringur að skera þær í þrennt
brytjað hvítlauksrif
1/4 bolli oreganó
1/2 bolli rauðvínsedik
1/2 bolli olífuolía
1 bolli sveskjur, brytjaðar
1/2 bolli olífur
1/2 bolli kapers
6 mulin lárviðarlauf
¼ bolli söxuð steinselja.

Öllu þessu er blandað saman og sett yfir kjúklingabitana og geymt í ískáp í einn sólarhring

Lagt í fat og 1 bolli af púðursykri settur yfir herlegheitin, ásamt einum bolla af hvítvíni og steinseljunni.
Sett í ofninn í 1 klukkustund.
Borið fram með hrísgrjónum og brauði.

SHARE