Spaghetti Carbonara m/camembert

Þeir sem hafa smakkað Carbonara vita að það er ofsalega gott!

Hér kemur uppskrift frá Röggu mágkonu.

 

Uppskrift:

300 gr spaghetti

1 peli rjómi

1 stk laukur

200 gr beikon

1/2 camembert

matarolía

salt

Aðferð:

Spaghetti soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka,vatninu helt af og soðið spaghetti sett í skál.

Laukur og beikon saxað smátt og steikt á pönnu í olíu. Þegar það hefur brúnast létt á pönnunni er rjómanum helt út í og camembertinum látið sjóða saman.

Loks er sósunni helt yfir spaghettiið og öllu blandað vel saman.

sjá einnig:  https://www.hun.is/fylltar-beikondodlur/

Gott að bera fram með hvítlauksbrauði og Parmesanosti og ofur fallegt að strá steinselju yfir.

 

SHARE