Spaghetti Carbonara – Uppskrift

Einföld spaghetti uppskrift, æðislega góð.

Innihald

500 gr. spaghetti
250 gr. beikon
6 egg
1 dl. rjómi
100 gr. rifinn ostur
Pipar og salt
Parmesanostur

Aðferð

Skerið beikonið í litla bita og steikið. Hrærið egg og rjóma saman í skál og saltið lítillega. Sjóðið spaghetti, hellið vatninu frá og setjið aftur í pottinn. Blandið beikoni og rifnum osti saman við, setjið pottinn aftur á helluna, hellið eggjahrærunni yfir og hrærið stöðugt. Athugið að eggin eiga að þykkna við hitann frá spaghettinu en ekki að “skramblast”. Setjið í skál og kryddið vel með svörtum pipar og rifnum parmesanosti.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here