Spínatlasagna – Uppskrift

Spínatlasagna

1 bolli olía
1 stór laukur
4 – 5 hvítlauksgeirar
10 meðalstórar kartöflur
600 gr. frosið spínat
1 ½ msk cumin
1 tsk múskat
1 tsk kóriander
Smá chilli
Lasagnaplötur 

Rifinn ostur

Raita sósa:

100 ml. hrein jógúrt (hægt að nota líka helming ab mjólk og helming sýrður rjómi)
1 – 2 hvítlauksrif
½ söxuð agúrka
½ lime-safinn
½ tsk salt
nokkur blöð kóriandar (ferskt)

Aðferð:

Sjóðið kartöflur en kælið ekki. Saxið laukinn og hvítlauk og setjið spínat saman við. Grófmerjið kartöflurnar og látið út í. Kryddið með múskati, cumin, salt og pipar, chilli og blandið vel saman. Spínat látið bráðna og losna í sundur. Látið í eldfast mót með lasagnaplötum á milli. Rifinn ostur yfir og bakið við meðalhita á ca 150°í 40 mín.

Berist fram með salati eða naanbrauði

SHARE